fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Sérfræðingur um stöðuna í Bandaríkjunum – „Við getum orðið vitni að 9/11 daglega fram að jólum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 05:26

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001, sem Bandaríkjamenn nefna yfirleitt 9/11, voru mikill harmleikur en 2.977 létust í árásunum á World Trade Center, Pentagon og með flugvélinni sem hrapaði þegar farþegarnir reyndu að yfirbuga flugræningjanna og hryðjuverkamennina sem höfðu tekið yfir stjórn hennar. Sérfræðingar óttast nú að kórónuveirufaraldurinn muni verða jafn mörgum Bandaríkjamönnum að bana daglega.

„Við getum orðið vitni að 9/11 daglega fram að jólum,“ sagði Peter Drobac, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og lýðheilsu við Oxfordháskóla, í samtali við Newsweek.

Sérfræðingar í smitsjúkdómum og faraldsfræði óttast að þakkargjörðarhátíðin muni verða til þess að bæði smitum og dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar fjölgi mikið. Milljónir Bandaríkjamanna lögðu land undir fót á þakkargjörðarhátíðinni til að heimsækja ættingja sína.

Nú þegar nálgast daglegar dánartölur í Bandaríkjunum þann fjölda sem lést í hryðjuverkaárásunum 2001. Síðustu tvær vikur hafa rúmlega 2.000 manns látist daglega af völdum COVID-19. Johns Hopkins háskólinn, sem fylgist með þróun heimsfaraldursins, segir að rúmlega 280.000 hafi nú látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. tæplega 15 milljónir hafa greinst með veiruna skæðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann