Hinn 16 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson, spilaði sínar fyrstu mínútur með Jong Ajax, varaliði hollenska liðsins Ajax, er hann kom inn á undir lok leiks í 1-1 jafntefli við Eindhoven FC í kvöld.
Jong Ajax, spilar í hollensku B-deildinni en Kristian gekk til liðs við Ajax á síðasta ári frá Breiðablik.
Kristian er miðjumaður, hann hefur leikið 10 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og verður fróðlegt að sjá þennan leikmann í framtíðinni.
Jong Ajax, situr í 12. sæti hollensku B-deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki.
Debut for Kristian Hlynsson (@KristianNokkvi) for Jong @AFCAjax. Impressive & only 16 years old 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/jIQI0pvo96
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) December 7, 2020