fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Sólveig lætur Davíð heyra það – „Þvílík lágkúra. Þvílík heimska. Þvílík forherðing“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 7. desember 2020 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendir ritstjóra Morgunblaðsins, Davíð Oddssyni, tóninn í pistli á Facebook í dag. Tilefnið eru Staksteinar Morgunblaðsins í dag, sem eru skrifaðir nafnlaust en eru gjarnan eignaðir ritstjóranum.

Í Staksteinum dagsins er vitnað í Ásdísi Kristjánsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) um alvarlega efnahagsstöðu vegna kórónuveirufaraldursins.  Staksteinar segja að fyrirsjáanlegar launahækkanir eigi eftir að auka atvinnuleysi og erfiðleika fjölskyldna í landinu og það sé ekki annað að sjá en að fulltrúar verkalýðshreyfinganna haldi að hér ríki enn góðæri, en þær hafa hafnað því að fresta launahækkunum.

„Pæliði í því hvað þetta er galið. Síðan að faraldurinn nam land á eyjunni hafa fulltrúar svokallaðara launþega fátt annað gert en að bregðast við afleiðingum sóttvararaðgerða stjórnvalda. Baráttan hefur verið stöðug mánuðum saman, til dæmis fyrir því að fá stjórnvöld til að hækka atvinnuleysisbætur í fjöldaatvinnuleysinu; það reyndist erfiður og langdreginn slagur. Hvers vegna? Jú, vegna þess að SA stóðu gegn því; ekki mátti letja fólk til vinnu. Þegar þetta tímabil verður gert upp í annálum mun sagan sannarlega dæma,“ skrifar Sólveig. 

Sólveig segir baráttuna hafa verið stöðuga fyrir því að SA gæti ekki sagt upp samningum og með því dýpkað kreppuna.

„Fulltrúar vinnandi fólks hafa setið undir stöðugum árásum meðan að fulltrúar eignastéttarinnar hafa fengið ógrynni af sjónvarpsviðtölum, forsíðufréttum, útvarpsviðtölum í sinni einbeittu baráttu fyrir því að lægst setta fólkið á landinu beri eitt fórnarkostnað hinna efnahagslegu hörmunga. Og nú segir maður sem býr inn í viðvarandi góðærinu sem hann skapaði fyrir sjálfan sig og stéttarbræður sína að verkalýðshreyfingin haldi að enn ríki „góðæri“. Ef þetta væri ekki svona ógeðslegt væri þetta auðvitað fyndið.“

Sólveig bendir á að í dag er fullt af fólki án atvinnu og ráðstöfunartekjur fólks hafa hrapað. Stór hópur á Íslandi greiði allar sínar ráðstöfunartekjur í leigu og hjálparstamtök hafi aldrei tekið á móti fleira fólki til að aðstoða.

„Vegna þess að fólkið sem nú er atvinnulaust upplifiði ekkert helvítis góðæri, átti enga sjóði til að leita í þegar að það gat ekki lengur selt aðgang að vinnuaflinu sínu.“

Góðærið hafi ekki endilega verið gott fyrir alla heldur. Þá hafi margir upplifað launaþjófnað og illa framkomu. Sólveigu þykir það óforskammað að Davíð Oddsson, sem hafi um langt skeið verið valdamesta persóna landsins skuli halda því fram að fulltrúar vinnuafslsins láti eins og enn ríki góðæri hér á landi.

„Það hafði ekki aðgang að góðu húsnæði á eðlilegu verði. Það svitnaði fyrir hagvöxtinn. Það fékk ekkert gefins, vann baki brotnu fyrir hverri einustu krónu.

Maður sem um langt skeið var valdamesta persóna landsins dirfist að halda því fram að fulltrúar vinnuaflsins láti eins og enn ríki góðæri þegar að mánuðum saman hefur allt snúist um að fá íslenska valdastétt til að sjá og viðurkenna að ekki er hægt að kasta risastórum hópi af fólki í ruslið þegar ekki er lengur hægt að arðræna það. Þetta bætist við ógeðslegan áróðurinn um að atvinnuleysið sé verkalýðshreyfingunni að kenna.

Þvílík lágkúra. Þvílík heimska. Þvílík forherðing. Þegar við förum að trúa því að ekki sé hægt að sökkva á lægra plan er ávallt einhver úr framvarðasveit íslenska hægrisins tilbúinn til að sýna okkur að það er bókstaflega enginn botn til í hugmyndafræðilegu lífi þeirra. Vont getur ávallt versnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör