fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Köttur át gjafaborða – Þurfti að fara í skurðaðgerð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 19:00

Þetta var í maga kattarins. Mynd:Skive Dyrehospital

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda jólanna er mikið notað af gjafaborðum til að skreyta jólapakka. Þetta gerir gjafirnar oft enn fallegri en þrátt fyrir það er betra að sýna aðgæslu við notkun gjafaborða, sérstaklega ef gæludýr eru á heimilinu.

Nýlega þurftu dýralæknar á dýraspítalanum í Skive að gera aðgerð á ketti sem hafði innbyrt mikið magn af gjafaborðum. „Við höfum aldrei áður lent í því að magi kattar sé fullur af gjafaborðum,“ sagði Lars Jeppesen, dýralæknir. TV2 skýrir frá þessu.

Kötturinn í aðgerð. Mynd:Skive Dyrehospital

Gjafaborðinn hafði stíflað magann algjörlega þannig að hann starfaði ekki lengur. Jeppesen varar fólk því við að láta gjafaborða, leiðslur, garn og annað álíka liggja þar sem kettir geta náð til. „Þeir vilja oft leika með snúrur. Það er líka bara fínt ef maður setur það til hliðar að leik loknum. Inn í skáp eða álíka. Köttur getur auðveldlega stokkið upp á borð eða ísskáp,“ sagði hann.

Kötturinn hefur náð sér að fullu en eigandi hans þarf nú að tryggja að engar snúrur eða borðar séu á stöðum sem kötturinn getur náð til þeirra því hann er haldinn þráhyggju og sækir stíft í allar snúrur, leiðslur og borða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt