fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Pressan

Telja að allt að 539.000 Bandaríkjamenn geti látist af völdum COVID-19 til loka mars

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 05:28

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun væntanlega taka marga mánuði að ljúka bólusetningu gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum. Áður en áhrifa bólusetningarinnar fer að gæta af fullum þunga mun heilbrigðiskerfi landsins væntanlega verða undir miklum þrýstingi.

CNBC skýrir frá þessu og segir að í nýrri skýrslu frá Institute for Health Metrics og University of Washington komi fram að fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 geti farið úr núverandi 279.000 í 539.000 í lok mars á næsta ári.

Það mun taka tíma að dreifa bóluefnum um allt land og bólusetja fólk og samkvæmt því sem segir í skýrslunni þá munu bóluefnin væntanlega aðeins koma í veg fyrir 9.000 andlát fram til loka mars. Skjót bólusetning þeirra sem eru í mestu áhættuhópunum gæti bjargað 14.000 til viðbótar að því er segir í skýrslunni. „Fjöldabólusetning þýðir að við getum komist aftur í eðlilegt ástand. En áður eru nokkrir erfiðir mánuðir,“ sagði Christopher Murray, forstjóri Institute for Health Metrics í samtali við CNBC.

Hann sagði að þörf væri á sóttvarnaaðgerðum á köldum vetrarmánuðunum og að sérstaklega væri þörf á því á norðurhveli jarðar að yfirvöld takmarki rétt fólk til að safnast saman og haldi fast í reglur um grímunotkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn