fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Geta bólusett tugþúsundir manna á dag hér á landi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. desember 2020 07:45

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru nú í startholunum vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni en vonast er til að þær hefjist fljótlega eftir áramót.  Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að hægt verði að bólusetja tugþúsundir manna daglega.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Óskari að búið sé að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um ýmsar útfærslur á bólusetningunni. Hugsanlegt er að kennslustofur, íþróttahús og skimunarhúsið við Suðurlandsbraut verði notuð við bólusetningar.

„Ef við tökum dæmi um kennslustofu, þá væri hægt að bólusetja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukkutíma. Ef við gefum okkur það að bólusett væri í 10 klukkustundir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segjum að það séu 50 kennslustofur í einhverjum skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólusetja á einum degi þar,“ er haft eftir Óskari.

Heilbrigðisstofnanir á hverjum stað munu sjá um framkvæmd bólusetninga en umfangsmesta framkvæmdin verður á höfuðborgarsvæðinu.  Morgunblaðið hefur eftir Óskari að ef úr nægu bóluefni væri að moða væri hægt að bólusetja alla sem það vildu á nokkrum dögum.

Í vikunni verða samningar við Pfizer um kaup á bóluefni undirritaðir. Reiknað er með að bóluefni fyrirtækisins fái markaðsleyfi þann 29. desember  og um leið kemur skammtur hingað til lands sem mun duga fyrir um 115 þúsund manns. Það ætti því að vera hægt að hefja bólusetningu af fullum krafti strax í upphafi næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“