Atlético Madrid tók á móti Real Valladolid í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld og vann góðan 2-0 sigur. Leikið var á Estadio Wanda Metropolitano, heimavelli Atlético.
Thomas Lemar kom heimamönnum yfir með marki á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Kieran Trippier.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 72. mínútu þegar að Llorente tvöfaldaði forystu heimamanna og innsiglaði 2-0 sigur þeirra.
Sigurinn lyftir Atlético Madrid upp í 1. sæti deildarinnar, liðið er þar með 26 stig, á leik til góða á liðin fyrir neðan sig og hefur ekki tapað leik í deildinni. Real Valladolid er í 19. sæti deildarinnar með 10 stig.
Atlético Madrid 2 – 0 Real Valladolid
1-0 Thomas Lemar (’56)
2-0 Llorente (’72)