fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Atlético Madrid á toppi spænsku deildarinnar

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 5. desember 2020 21:10

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atlético Madrid tók á móti Real Valladolid í 12. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld og vann góðan 2-0 sigur. Leikið var á Estadio Wanda Metropolitano, heimavelli Atlético.

Thomas Lemar kom heimamönnum yfir með marki á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Kieran Trippier.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 72. mínútu þegar að Llorente tvöfaldaði forystu heimamanna og innsiglaði 2-0 sigur þeirra.

Sigurinn lyftir Atlético Madrid upp í 1. sæti deildarinnar, liðið er þar með 26 stig, á leik til góða á liðin fyrir neðan sig og hefur ekki tapað leik í deildinni. Real Valladolid er í 19. sæti deildarinnar með 10 stig.

Atlético Madrid 2 – 0 Real Valladolid 
1-0 Thomas Lemar (’56)
2-0 Llorente (’72)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum