fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

The Revenant sigursæl á Golden Globe

Brie Larson var valin besta leikkonan – Sylvester Stallone valinn besti leikarinn í aukahlutverki

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. janúar 2016 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golden Globe verðlaunahátíðin, eða Gullhnötturinn, fór fram í Bandaríkjunum í nótt. Þar var kvikmyndin The Revenant, með þeim Leonardo DiCaprio og Tom Hardy, sigursælust og fékk þrjú eftirsóttustu verðlaunin.

Rocky með gullhnöttinn í gær.
Sylvester Stallone. Rocky með gullhnöttinn í gær.

Mynd: EPA

The Revenant var valin besta dramakvikmyndin og var leikstjóri myndarinnar, Alejandro G Inarritu, valinn besti leikstjórinn. Þá hlaut DiCaprio verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki í flokki dramakvikmynda.

Þetta var í þriðja sinn sem DiCaprio hlýtur gullhnöttinn. Verðlaunin þykja gefa góðar vísbendingar um hverjir hljóti Óskarinn og þykir DiCaprio afar líklegur til að fá styttuna eftirsóttu í ár. DiCaprio hefur fjórum sinnum verið tilnefndur, þar af þrisvar sem besti leikari í aðalhlutverki, en aldrei sigrað.

Kvikmyndin The Martian, með Matt Damon í aðalhlutverki, hlaut tvö verðlaun í flokknum gamanmyndir og söngmyndir.

Brie Larson var valin besta leikkonan í flokknum dramakvikmyndir, fyrir hlutverk sitt í Room, og Jennifer Lawrence var valin besta leikkonan í flokki gamanmynda.

Óvæntustu úrslit kvöldsins voru ef til vill þau að Sylvester Stallone var valinn besti leikarinn í aukahlutverki. Verðlaunin fékk Stallone fyrir að leika hnefaleikagoðsögnina Rocky Balboa í kvikmyndinni Creed.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Í gær

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“