Tilvalin gjöf fyrir hvert og eitt stjörnumerki…
Hrútur
21. mars–19. apríl
Hrúturinn vandar verulega til verka þegar hann gefur gjafir. Hann passar að það sé einhver minning eða að það sé eitthvað sem tengist þér og þínum persónuleika. Því kann hann einstaklega vel að meta ef þú gerir slíkt hið sama fyrir hann.
Naut
20. apríl–20. maí
Nautið er þekktur nautnaseggur. Það vill hafa það kósí og rómantískt, svo er það lúmskt mikið fyrir merkjavöru. Það gæti vel kunnað að meta til dæmis mjúkan slopp, inniskó og ilmkerti. Og ef þú hefur efni á því eitthvað eftir íslenskan hönnuð.
Tvíburar
21. maí–21. júní
Tvíburinn er svakalega listrænn en líka skemmtilega praktískur. Ég myndi mæla með listaverki eða einhverri sérhönnun. Ef það er unnið úr náttúrulegum hráefnum þá er það alveg plús. Fallegt skurðarbretti út við eða keramikverk myndi slá í gegn.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Krabbinn er fallega nægjusamur, hann elskar að elda og gæti því verið ánægður með fallegan pott eða aðra eldhúsgræju. Hann elskar líka allt persónulegt eins og fjölskyldumynd. Svo gæti góð bók líka verið málið!
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Ljónið er gjarnan mikil tískuvera sem hefur gaman af því að vera með sérstakan og djarfan stíl. Það myndi elska hatt, trefil, leðurhanska eða förðunarvörur. Allt þetta er eitthvað sem það tímir ekki að kaupa handa sér sjálfu og ætti því að hitta vel í mark.
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Meyjan er líka einstaklega nægjusöm og bara þakklát fyrir að þú hafir hugsað til hennar. Hún myndi elska fallega skipulagsbók fyrir komandi ár, skemmtilegt spil eða jafnvel gjafabréf á námskeið.
Vog
23. sept–22. okt
Vogin elskar allt sem glitrar og er litríkt. Hún elskar listina en vill þó ekki sóa peningum í óþarfa. Falleg vintage-vara gæti verið málið fyrir Vogina, eitthvað með persónuleika og sögu eins og hennar gamla sál er svo gjarnan.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Það fyrsta sem ég hugsa fyrir Sporðdrekann er falleg mínímalísk gullkeðja eða einstakur ilmur frá Andreu Maack. Sporðdrekinn kann að meta vandaðar gjafir, hann kaupir svo sem allt sem hann langar í sjálfur en engar áhyggjur, hann skilar bara gjöfinni ef hann á hana nú þegar.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Bogmaðurinn er einstaklega mikið jólabarn og ELSKAR að gefa gjafir og þiggja þær. Það væri tilvalið að gefa Bogamanninum einhverja upplifun. Gjafabréf út að borða, í nudd eða til snyrtifræðings myndi gleðja hann einstaklega mikið.
Steingeit
22. des–19. janúar
Steingeitin er mikið partídýr og væri mjög ánægð með eina góða Tommasi Prosecco flösku! Svo leggur hún sig fram við að styðja litla manninn, þannig að hönnunarvara frá upprennandi hönnuði eða bolur sem styrkir eitthvert ákveðið málefni gæti verið málið.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Þetta hippakrútt myndi til dæmis vilja einhvern fallegan kristal frá Lunu Flórens eða jógadýnu frá Systrasamlaginu. Svo myndi hann líka fíla eitthvað heimagert og persónulegt eins og heimagerðar kökur eða ljóð.
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Fiskurinn elskar að hafa það kósí og það er frekar auðvelt að gleðja hann. Ef hann á baðkar þá er baðsalt málið annars væri gott ullarteppi eða vönduð bók sem er bæði áhugaverð og stofuprýði málið.