fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Segir að fals-fréttir um COVID-19 bóluefni séu orðnar að öðrum faraldri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. desember 2020 10:30

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í að bólusetningar hefjist gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 en annar faraldur gæti haft neikvæð áhrif á tilraunir okkar til að ná okkur upp úr kórónuveirufaraldrinum. Þetta segir Francesco Rocca, forstjóra Alþjóðasamtaka Rauða krossins.  Hann segir að annar heimsfaraldur sé skollinn á, faraldur ósannra frétta um bóluefnin.

Þetta sagði hann á fundi samtaka fréttamanna hjá SÞ á mánudaginn. Hann sagði þá að ríkisstjórnir og stofnanir verði að grípa til aðgerða til að berjast gegn vantrausti og röngum upplýsingum. „Til að sigrast á COVID-19 verðum við einnig að sigrast á samhliða heimsfaraldri vantrausts sem hefur stöðugt haldið aftur af samstíga aðgerðum okkar gegn sjúkdómnum og getur grafið undan getu okkar til að bólusetja gegn honum,“ sagði hann.

Hann sagði að Rauði krossinn fagni þeim létti og bjartsýni sem þróun bóluefna gegn kórónuveirunni hafi í för með sér en ríkisstjórnir og stofnanir verði að byggja upp traust í samfélögum þar sem rangar upplýsingar hafa skotið rótum. Hann sagði að vaxandi efasemdir um bóluefnið séu uppi um allan heim og vitnaði í rannsókn frá Johns Hopkins háskólanum sem nær til 67 ríkja. Niðurstöður hennar sýna að traust fólks á bóluefnum gegn kórónuveirunni minnkaði mikið frá júlí fram í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift