fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kjöt framleitt í tilraunastofu komið í almenna sölu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. desember 2020 23:00

Hann fékk ekki steikina sína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Singapore hafa heimilað sölu á kjöti sem er ræktað en ekki fengið með því að slátra dýrum. Margir hafa fagnað þessu og segja um stór tímamót að ræða fyrir kjötiðnaðinn. Um er að ræða „kjúklingabita“ sem eru framleiddir af bandaríska fyrirtækinu Eat Just.

Fyrirtækið segir að samþykktin geti hugsanlega opnað dyr framtíðarinnar þar sem allt kjöt verður framleitt án þess að slátra þurfi dýrum, kjötið verði einfaldlega ræktað. The Guardian skýrir frá þessu. Þannig að í framtíðinni verða kannski stórar verksmiðjur þar sem kjötframleiðsla fer fram án þess að einu einasta dýri sé slátrað.

Tugir fyrirtækja vinna að þróun „ræktaðs kjöts“ og er þar um að ræða kjúklinga, nautakjöt og svínakjöt. Þetta gæti gjörbylt kjötframleiðslu sem hefur mikil áhrif á umhverfið og loftslagið. Ekki má gleyma að þetta getur einnig orðið til þess að fólk hafi aðgang að heilbrigðara kjöti þar sem engin lyf hafa komið við sögu og ekki þarf að hafa áhyggjur af dýravernd og illri meðferð á dýrum.

Á hverjum degi er um 130 milljónum kjúklinga slátrað til matar og 4 milljónum svína. Búpeningur er 60% af heildarþyngd allra spendýra á jörðinni, 36% erum við mennirnir en villt dýr eru aðeins 4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn