fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

5.000 ára beinagrind af hval gæti aukið þekkingu okkar á hvölum og hækkandi sjávarborði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. desember 2020 16:35

Beinagrindin er vel varðveitt. Mynd:Facebook/Topvarawut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskir vísindamenn fundu nýlega 5.000 ára gamla beinagrind af hval sem hefur varðveist í nær fullkomnu lagi. Talið er að um beinagrind af reyðarhval sé að ræða. Hún fannst í Samut Sakhon sem er vestan við Bangkok.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi grafið um 80% beinagrindarinnar upp og hafi borið kennsl á ýmsa hluta hennar, þar á meðal bein og ugga. Beinagrindin er 12 metrar á lengd og höfuðið er um 3 metrar.

Kolefnagreining verður gerð á beinunum til að aldursgreina þau en talið er að þau séu á milli 3.000 og 5.000 ára gömul.

Beinagrindin mun hjálpa vísindamönnum að skilja þróun reyðarhvala og varpa ljósi á breytta sjávarstöðu í mörg þúsund ár. Talið er að fundurinn sé enn ein sönnun þess að miklar breytingar hafi orðið á sjávarborði í Taílandsflóa fyrir 6.000 til 3.000 árum síðan. Þá hafi strandlínan verið marga tugi kílómetra inni í landi miðað við það sem nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn