fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Mikil verðhækkun hjá Sorpu – Hátt í 300%

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 07:59

Höfuðstöðvar Sorpu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorpa hefur boðað verðhækkanir á ýmsum þjónustuþáttum frá og með 1. janúar og verður hún hátt í 300% í sumum tilvikum. Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri hjá framleiðslusviði SI, segir að í því ástandi sem nú ríkir hafi verið lögð mikil áhersla á að ríkið og sveitarfélög haldi aftur af gjaldskrárhækkunum til að leggja ekki of þungar byrðar á fyrirtækin og heimilin í landinu. En nú fari Sorpa algjörlega gegn því.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef núverandi verðskrá og boðuð verðskrá frá og með 1. janúar eru bornar saman komi í ljós að í sumum tilvikum nemi hækkunin á móttökugjaldi endurvinnslustöðva Sorpu hátt í 300%. Þetta á til dæmis við um steinefni frá byggingariðnaði og glerumbúðir og glerílát. Fram að þessu hafa 1,86 krónur verið greiddar fyrir hvert kíló en frá áramótum hækkar gjaldið í 6,82 krónur.

„Þetta virkar ekki mikið en hækkunin getur leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári. Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gamals,“ er haft eftir Lárusi sem sagðist ekki trúa því fyrr en á því verður tekið að þessar hækkanir komi til framkvæmda. Svo virðist sem Sorpa sé að sækja sér tekjur til atvinnugreina sem taldar séu aflögufærar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“

Kvikuhlaup hafið á Reykjanesskaga – „Líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið“