Idalis Lago segir frá öllu því sem tengdamóðir hennar hefur gert eða sagt við hana síðustu ár í myndböndum á TikTok. Hún kallar „myndbandaseríuna“ á TikTok: „Tengdar-skrímslið“ (e. Monster In Law).
Idalis á son sem er sjö mánaða. Hún og eiginmaður hennar ákváðu nýlega að loka á móður hans vegna hegðunar hennar.
Idalis lýsir tengdamóður sinni sem „eitraðri“ og nefnir nokkur dæmi. „Þú kallar mig og mömmu mína feita í hvert skipti sem þú hittir okkur, þú komst með hundinn þinn í brúðkaupið okkar og þú segir að ég sé að eitra fyrir barninu mínu með því að gefa því þurrmjólk,“ segir hún.
@idalislagoOh the things I’ve endured 😪😣 ##MIL ##monsterinlaw ##motherinlaw ##motherinlawproblems ##fyp ##DIL ##toxic♬ original sound – Idalis Lago 🌶
Idalis segir að tengdamóðir sín hafi einnig gert lítið úr hjónunum þegar þau héldu svokallaða „kynjaveislu“ og hafi grínast í þeim með því að þykjast missa son þeirra.
Idalis hefur deilt fjölda myndbanda um tengdamóður sína. Hún segir að þetta hafi kennt sér hvernig tengdamóðir hún vill verða í framtíðinni. „Ég ætla að vera andstæðan við hana. Ég vil vera velkomin á heimili sonar míns og kærustunnar hans,“ segir hún.
Eftir að foreldrarnir lokuðu á samskipti við tengdamóðurina reyndi hún að fá að hitta barnabarnið. Tengdamóðirin hringdi í son sinn og lýsir Idalis samskiptum mæðginanna í myndbandinu hér að neðan.
@idalislagoReply to @rachelmariecanas ##monsterinlaw ##motherinlawproblems ##MIL♬ originalsoundd -IdalissLagoo 🌶a/a> sectionon> blockquotete>scriptpasyncnsrc=“https://www.tiktok.comoembed.js“>
Idalis heldur einnig út YouTube-rás og talar þar einnig mikið um tengdamóður sína. Í myndbandinu hér að neðan sakar hún tengdamóður sína um að reyna að eyðileggja samband þeirra hjóna.