Vegagerðin lokaði Holtavörðuheiði í kvöld en þar voru bílar að festast í gríð og erg. Tveir aftanívagnar vörubíla ultu á hliðina.
Meðfylgjandi myndir tók Gunnar Árnason en honum tókst að komast yfir heiðina og til Blönduóss þrátt fyrir ófærðina.
Þá varð foktjón í Reykjanessbæ samkvæmt tikynningu frá Landsbjörgu. Voru björgunarsveitir kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynningar höfðu borist um fok á þakklæðningum á nokkrum stöðum ásamt lausamunum og jólaskrauti. Björgunarsveitir héldu á vettvang til hjálpar.
Þá fuku tjöld í Hjartagarðinum við Laugaveg 19 en þar er jólamarkaður.