fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Afmælisveislan breyttist í martröð – Viðbjóðslegt athæfi stjúpafa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 14:10

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær sakfelldur fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn stúlkubarni sem er stjúpbarnabarn hans. Einnig var maðurinn sakfelldur fyrir vörslu barnakláms.

Maðurinn misnotaði traust og trúnað barnsins í afahlutverkinu og hafði önnur kynferðismök við barnið en samræði með því að láta hana fróa sér. Um er að ræða nokkur atvik frá 2018 til 2019.

Stúlkan skýrði frá brotinu í Ævintýralandi Kringlunnar þar sem hún hélt upp á afmæli sitt en hún hafði meiðst í skemmtigarðinum og sagði hún föður sínum frá ofbeldi stjúpafans er hann hlúði að henni. Í dómnum segir meðal annars:

„Með bréfi Barnaverndar Reykjavíkur dags. 24. júní 2019 var sett fram beiðni til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um rannsókn á meintu kynferðisofbeldi ákærða gegn brotaþola Y sem fædd er árið […] en ákærði var sambýlismaður ömmu brotaþola. Í bréfinu segir að stúlkan hafi greint foreldrum sínum frá því að ákærði, sem stúlkan kallaði afa, hafi sýnt henni typpið á sér í nokkur skipti og látið hana snerta það. Stúlkan hafi verið að halda upp á afmæli sitt í Ævintýralandi í Kringlunni […]og meitt sig. Þegar faðir hennar hafi verið að hlúa að henni hafi hún sagt honum að hún hafi snert typpið á Xafa sínum. Stúlkan hafi sagt að afi kallaði alltaf á hana þegar hann væri að skipta um föt og léti hana þá snerta typpið á sér og gera ,,upp og niður.“ Stúlkan sagði föður sínum að þetta hefði gerst oftar en einu sinni en hún héldi að amma sín vissi ekki af þessu. Stúlkan bað föður sinn að segja ekki X afa frá þessu því þá yrði hann leiður.“

Er maðurinn var handtekinn sagði hann við lögreglu að hann hefði verið að passa barnabörn sín og hugsanlega hefði hann farið yfir einhver mörk hjá þeim án þess að gera sér grein fyrir því. Lagt var hald á tölvu- og símabúnað mannsins og fundust klámfengnar myndir af börnum í tækjum hans.

Fyrir dómi neitaði maðurinn hins vegar að hafa gerst um sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir.
Framburðir foreldra stúlkunnar og skólahjúkrunarfræðings sem hún ræddi brotin við, sem og lögreglumanns sem ræddi við hinn ákærða er hann var handtekinn, bentu til sektar mannsins. Þegar við bættist brot hans varðandi vörslu barnakláms og sannfærandi og stöðugur framburður stúlkunnar þótti dómnum komnar fram nægar sannanir til að sakfella manninn. „Með vísan til alls ofanritaðs verður að telja það hafið yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir neitun ákærða, sem þykir ekki trúverðug, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í 1. ákærulið,“ segir í texta dómsins.
Maðurinn var því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni og vörslu barnakláms Skal hann sæta fangelsi í tvö og hálft ár. Þá skal hann greiða brotaþola eina og hálfa milljón í miskabætur og sakarkostnað upp á um tvær og hálfa milljón króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Í gær

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun
Fréttir
Í gær

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“