Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í dag áfellisdóm yfir Íslandi vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt árið 2017. En eins og margir muna þá skipaði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fjóra dómara við Landsrétt sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá hæfustu. Sigríður sjálf gefur lítið fyrir dóminn og segir hann pólitískt at.
Þökk sé Internetinu þarf ekki að bíða eftir næsta pönnukökuboði til að komast að því hvað Íslendingum finnst um málið, enda pönnukökuboð bönnuð í kóvidfaraldrinum, eða svona að mestu leyti.
Íslendingar á Twitter eru ávallt með fingurinn fast á púlsinum og eru fljótir að láta í sér heyra ef eitthvað misbýður þeim, rétt eins og dómur Mannréttindadómstólsins í dag.
Ahh enn einn dagurinn þar sem Mannréttindadómstóll Evrópu kemur okkur í plokkfisk. pic.twitter.com/PUxCJ9mStr
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 1, 2020
"..the Court found that they were not mere technical or procedural defects, but constituted grave irregularities which went to the essence of the right to a “tribunal
established by law”."Einróma, 17 dómarar Mannréttindadómstólsins..
Áfellisdómur nær ekki yfir alvarleikann. https://t.co/jC3JP2t7sf— Jóna Þ. Pétursdóttir (@jonapeturs) December 1, 2020
Það er alveg ljóst að þetta var ekki gáleysi eða misskilningur heldur einbeittur vilji hennar til pólitískra afskipta. 5/7
— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) December 1, 2020
Mannréttindadómstóllinn var bara… pic.twitter.com/QckwUcQqzQ
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) December 1, 2020
Þessi dómur MDE skiptir nú varla miklu máli. Er ekki hvort eð er búið að skipa þrjá af þessum fjórum aftur í Landsrétt, á grundvelli fyrri reynslu sinnar, þann tíma sem þau sátu ólöglega skipuð í Landsrétti?
— Helgi Seljan (@helgiseljan) December 1, 2020
Vonbrigði er réttnefni en nú liggur fyrir að @vidreisn @sjalfstaedis og @bjortframtid vógu að sjálfstæði dómstóla með afgreiðslu sinni á málinu á Alþingi á sínum tíma.
Sem var reyndar augljóst en var afgreitt með klassískum pólitískum hrossakaupum þáverandi ríkisstjórnarflokka. https://t.co/dis0sIXWRL
— Andres Jonsson (@andresjons) December 1, 2020
Í dag pic.twitter.com/TVy43EHUba
— pallih (@pallih) December 1, 2020
Sigríður Andersen segist í viðtali ekki taka mark á þessum dómi, hann sé pólitískt at og sýndarmennska.
Þegar það er búið að sýna fram á lögbrot og spillingu þína sem dómsmálaráðherra geturðu þá í alvöru ekki bara drullast til að skammast þín, þó ekki sé nema örlítið?
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 1, 2020
Mér finnst eiginlega frekar pirrandi að einu skiptin sem sjálfskipaðir verndarar réttaríkisins (þið vitið um hverja ég er að tala) hætta sér út á vígvöllinn er út af tittlingaskít en ekki þegar, ég veit ekki, heilt dómsstig er ólögmætt?
— Ásgeir Berg (@asgeirberg) December 1, 2020
Nú er ég kannski að misskilja eitthvað, enda ekki að fylgjast mikið með, en var verið að dæma Sigríði Á Andersen fyrir að stela uppskriftinni að Flona ilminum?
— Hafþór Óli (@HaffiO) December 1, 2020
Þessar afleiðingar sem yfirdeildin rekur, óvissa og ótti, voru ekki mistök heldur voru þær tilgangurinn með þessari hegðun.https://t.co/2wMCLvi9fa pic.twitter.com/f7wymwLGck
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) December 1, 2020
Það er nú svo sem ekkert óvenjulegt að heilt millidómstig fái kvef og deyi.https://t.co/0UFNV4HaKd
— Snæbjörn (@artybjorn) December 1, 2020
Ég: Gott að búa í réttarríki 🙂
MDE: Ráðherra grefur (viljandi) undan sjálfstæði dómsvaldsins, Alþingi sinnir ekki skyldu sinni sem eftirlitsaðili með framkvæmdarvaldinu heldur kýs eftir flokkum og Hæstiréttur er meðvirkur cuck-stimpill í mannréttindamálum, bara almennt
Ég: 🙂
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) December 1, 2020
Gleðilegan fullveldisdag https://t.co/VmbtSJbzTf
— Stefán Pettersson (@Stebbipett) December 1, 2020
Nú er að sjá hvort Sigríður og Sjálfstæðisflokkurinn ná að taka þessum ósigri á jafn vandaðan hátt og fyrirmynd þeirra fyrir vestan gerði fyrir tæpum mánuði síðan. https://t.co/R3A0QM0MCj
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) December 1, 2020
Aaah, Sigríður Andersen. Hinn öfugi Mídas, eyðileggur allt sem hún snertir.
— Þorsteinn Vilhjálmss (@kirjalax) December 1, 2020
hvernig getur sama manneskja verið voðalega upptekin af því að sóttvarnarlög standist stjórnarskrá en svo ekki sé neitt rangt við það að brjóta mannréttindasáttmála Evrópu?
— Snædís Lilja (@snaedislilja) December 1, 2020