fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Auðunn Blöndal: Gagnrýni vegna nauðgunargríns tók á sálina

Auðunn hefur fyrir löngu beðist afsökunar á gríninu, en það var Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari við MK, sem gagnrýndi grínið á Facebook á síðasta ári, og vakti færslan hörð viðbrögð.

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. janúar 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal segir gagnrýni um ósmekklegan brandara sem hann sagði í Menntaskólanum í Kópavogi hafa tekið á sálina.

Þetta kom fram í viðtali við tímaritið Ske þar sem Auðunn fer víða.

Auðunn hefur fyrir löngu beðist afsökunar á gríninu, en það var Magnús Már Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og kennari við MK, sem gagnrýndi grínið á Facebook á síðasta ári, og vakti færslan hörð viðbrögð.

Magnús Már skrifaði:

„Eftir að ég byrjaði að kenna hef ég fengið að taka þátt í árshátíð nemenda minna með því að vera boðið, ásamt öðrum kennurum, til hátíðarkvöldverðarins. Í kvöld, eins og áður, fylgdist ég með hópi flotts ungs fólks hafa gaman saman, sem er gaman. Í kvöld kom ég hins vegar heim frekar mikið leiður.

Það var út af veislustjóra kvöldsins, Auðunni Blöndal. Það voru ekki homma- og typpastærðarbrandararnir einir sem ofbuðu mér. Það var upplegg hans um eigin tillögur að heitum á klámmyndum sem hann sá sjálfan sig og vini sína leika í. Sjálfur ætlaði hann auðvitað að fara fyrir myndinni „Anaconda“. Gillz vini sínum ætlaði hann hins vegar aðalhlutverk í klámmyndinni „Nei, er ekkert svar“. Þetta var brandari fyrir honum. Um nauðgun. Fyrir fullan sal af 16-20 ára nemendum. Þvílíkur dómgreindarskortur.

Er þetta í lagi eða er ég bara svona mikil tepra?“

Auðunn baðst samstundis afsökunar og sagðist ekki hafa ætlað að særa neinn.

Hann undirstrikar afsökunarbeiðnina í viðtalinu við Ske en bætir við að hann hefði frekar viljað að viðkomandi hefði látið óánægju sína í ljós við sig persónulega. Auðunn segir í viðtalinu:

„Mér fannst þetta mjög leiðinlegt. Ég fann ekki fyrir slæmum viðbrögðum á meðan á uppistandinu stóð; áhorfendur stóðu upp og klöppuðu eftir þetta og það var mjög gaman á þessari árshátíð. Mér dauðbrá þegar ég kom heim og fór á netið. Þessi tiltekni kennari hafði þá sett þessa uppfærslu á FB þar sem hann spyr hvort að hann sé svona mikil tepra eða hvort að ég hafi farið yfir strikið. Það sem sat mest í mér varðandi þetta mál, og kannski við íslenskt samfélag yfirleitt, er að ef viðkomandi var ósáttur þá hefði hann átt að koma upp að mér og viðra þetta ósætti maður við mann. Ég hefði að sjálfsögðu beðist afsökunar á því að hafa misboðið blygðunarkennd hans – og hugsað minn gang. Ég hef alla tíð verið mjög móttækilegur fyrir gagnrýni.“

Umræðan um Auðunn var nokkuð óvæginn en Auðunn segir það ágætt að þetta hafi bara verið einn dagur.

„Það er líka ágætt að hafa það í huga að þegar það er verið að skrifa eitthvað um þig á netinu og þú tekur það inn á þig, þá er það stundum þannig að sá sem lætur þessi ummæli falla hripar þetta niður á tveim mínútum, hugsunarlaust. Þér finnst samt allir vera að velta sér upp úr þessu – vegna þess að þú ert ennþá að velta þér upp úr þessu. Maður miklar þetta fyrir sér.“

Hægt er að lesa viðtalið við Auðunn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“