fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Bretar segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 06:59

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í gær að Bretar hafi náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum á nýjan leik. „Við höfum náð stjórn á þessari veiru á nýjan leik,“ sagði ráðherrann. Bretar eru nú að undirbúa sig undir að slaka aðeins á þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til að undanförnu í baráttunni við faraldurinn.

Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist í gær vongóður um að bóluefni gegn veirunni fái samþykki lyfjaeftirlitsstofnana fyrir jól þannig að hægt verði að hefja bólusetningar. „Ekkert bóluefni hefur enn fengið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda en það er alveg ljóst að við vonumst til að bæði Pfizer-BioNTech bóluefnið og bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca fái hana. Við vonumst eftir samþykki á næstu dögum og vikum,“ sagði Johnson í gær þegar hann heimsótti lyfjafyrirtæki.

„Stærsti hluti bólusetningarinnar mun fara fram í janúar, febrúar og mars. Við vonumst til að hlutirnir byrji að færast aftur í eðlilegt form eftir páska,“ sagði Hancock.

Andrew Pollard, prófessor og stjórnandi bóluefnaþróunar Oxfordháskóla, segir að bóluefnið sem háskólinn hefur þróað í samvinnu við AstraZeneca sé „áhrifaríkt bóluefni sem geti bjargað mörgum mannslífum“. BBC segir að bóluefnið hafi þann stóra kost að það sé nóg að geyma það í venjulegum ísskáp og því verður auðveldara að dreifa því um heiminn en öðrum bóluefnum. Til dæmis þarf að geyma bóluefnin frá Pfizer-BioNTech og Moderna við miklu lægra hitastig, allt niður í 70 stiga frost. Einnig er Oxford-bóluefnið miklu ódýrara en hin að sögn BBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum