fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Elskar þú jólamyndir? Draumastarfið er laust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 05:47

Home Alone er jólamynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Reviews leitar að einhverjum sem er tilbúinn til að eyða jólamánuðinum í að horfa á jólamyndir. Þetta er eflaust eitthvað sem höfðar til margra enda getur verið notalegt að liggja í sófanum og glápa á jólamyndir. Það skemmir ekki fyrir að góð laun eru í boði eða sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna.

Fyrir okkur Frónbúa er sá galli á þessu að krafa er gerð um að viðkomandi búi í Bandaríkjunum. Það er kannski hægt að redda því með að flytja í snarhasti vestur um haf.

Reviews leitar að „Chief Holiday Cheermeister“ sem á að horfa á fjölda góðra, og síður góðra, jólamynda í desember. Auk launa fær viðkomandi ársaðgang að Netflix, Hulu, Disney+, Amazon Prime, HBO Max, Apple TV+ og Hallmark Movies Now. Það er því enginn hætta á að viðkomandi verði í vandræðum með að finna eitthvað til að horfa á þegar jólamánuðinum lýkur.

Það eina sem umsækjendur þurfa að leggja til er tölva eða sjónvarp til að njóta myndanna á. Síðan þarf að horfa á 25 myndir á 25 dögum sem á nú að vera mjög yfirstíganlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli