fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Útgöngubann í San Francisco og fleiri sóttvarnaráðstafanir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 06:55

San Francisco mun njóta góðs af þessum fjárfestingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í San Francisco feta nú í fótspor borgaryfirvalda í Los Angeles og herða sóttvarnaráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í dag taka nýjar reglur gildi sem kveða meðal annars á um útgöngubann.

London Breed, borgarstjóri, tilkynnti þetta á laugardaginn. Útgöngubannið þýðir að á milli klukkan 22 og 05 verða öll fyrirtækin, sem ekki eru með rekstur sem telst ómissandi, að vera lokuð. Á sama tíma má fólk frá mismunandi heimilum heldur ekki hittast. Útgöngubannið mun gilda til 21. desember að minnsta kosti sagði Breed.

Sömu reglur munu gilda í San Mateo, sem er utan borgarinnar, en þar hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu.

Auk útgöngubanns verða margar verslanir að loka algjörlega eða draga mjög úr umsvifum sínum. „Ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta á skýrari hátt. Þetta er hættulegasti tíminn, sem við höfum staðið frammi fyrir í þessum faraldri,“ skrifaði hún á Twitter. „Ekki ferðast og ekki hitta annað fólk. Við verðum að ná tökum á þessu núna og við höfum ekki efni á að láta þetta halda svona áfram,“ skrifaði hún einnig.

Að meðaltali greinast nú 118 með kórónuveiruna daglega í borginni en í fyrstu viku nóvember greindust 73 að meðaltali á dag.

Yfirvöld í Kaliforníu settu útgöngubann á að næturlagi í nær öllu ríkinu fyrir viku en það gilti ekki í San Fransisco þar sem ástandið var ekki svo slæmt þar en nú er staðan önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“

Bandarískir ríkisborgarar hafa fengið ógnandi bréf frá yfirvöldum – „Það er kominn tími til að þú yfirgefir Bandaríkin“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%
Pressan
Fyrir 6 dögum

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér