fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Mogginn vekur hneykslun með því að uppnefna Þorgerði – „Vá, hvað þetta er ómerkilegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 19:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins taka Katrínu Þorgerði Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir í dálkinum Staksteinar í dag. Þar er Þorgerður kölluð Tobba Kata, hæðst að þekkingu hennar á efnahagsmálum og sagt að hún hafi klofið Sjálfstæðisflokksins sem borið hafi hana á höndum sér, „til þess eins að geta tekið þátt í borgarsukkinu með Degi, sérfræðingi í því.“

Þá eru rifjaðar upp undir rós háar lánaafskriftir Kristjáns Arasonar, eiginmanns Þorgerðar, frá því í efnahagshruninu í kringum 2008.

Mogginn notast við bloggpistil Páls Vilhjálmssonar til að hæðast að andstöðu Þorgerðar við krónuna. Þar segir:

„Íslenska krónan ber ábyrgð á kreppunni vegna Kínaveirunnar, segir formaður Viðreisnar efnislega. Í Evrópu er engin verðbólga eins og hér á Íslandi, kemur úr koki Tobbu Kötu. Formaðurinn veit ekki, eða þykist ekki vita, að Evrópu glímir við verðhjöðnun, sem er margfalt verri en verðbólga.

Allir sem eitthvað kunna í hagfræði, lögverndaðir eða ekki, vita þetta. Tobba Kata kann ekki hagfræði og heldur ekki einföldustu atriði um áhrif Kínaveirunnar á eftirspurn í ferðaþjónustu – sem kemur krónunni nákvæmlega ekkert við.

En Tobba Kata kann að spila golf, ójá, enda hvorki verðbólga né verðhjöðnun á vellinum í Hveragerði. Ónei, sei, sei.“

Netverjar hneykslast

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, birtir skjáskot af Staksteinum á Facebook í dag og skrifar:

„Í hvaða hugmyndafræðilega skóla leita Davíð Oddsson, Páll Vilhjálmsson, Trump og þeirra líkar þegar þeir smíða uppnefni á fólk sem þeir óttast?“

Um 60 ummæli hafa birst undir færslunni sem flest lýsa hneykslun á pistlinum.

Jasmina Vajzovic Crnac, stjórnmálafræðingur sem starfar í Viðreisn, skrifar:

„Vá hvað þetta er ósmekklegt. Þetta er aðferð sem er notuð til lítillækkunar. Fyrirlitningu jafnvel.“

„Hvað var borgarstórinn aftur kallaður á þessum vettvangi? Jón G. Kristinsson? Svolítið eins og þegar maður ætlaði að spæla einhvern í skólablaðinu í þá tíð,“ skrifar Egill Helgason fjölmiðlamaður og vísar þarf til nafngiftar Staksteina á Jóni Gnarr.

„Þetta er örugglega einn ómálefnalegasti pistill sem ég hef lesið lengi. Skjálfti í fólki?“ skrifar Ólafur G. Skúlason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota