fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Vilja að fólk í mikilli yfirþyngd njóti forgangs við bólusetningar gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að vera í yfirþyngd hefur í för með sér að fólk er líklegra en ella til að smitast og veikjast illa af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Af þessum sökum telja norsk heilbrigðisyfirvöld að fólk í mikilli yfirþyngd eigi að vera meðal þeirra fyrstu sem fá bóluefni gegn kórónuveirunni.

NRK skýrir frá þessu. Ljóst er að ekki verður nægilega mikið af bóluefni fyrir alla norsku þjóðina í upphafi og því þarf að forgangsraða hverjir fá bóluefni fyrst og telja heilbrigðisyfirvöld rétt að fólk í mikilli yfirþyngd verði meðal þeirra fyrstu til að fá bólusetningu.

Norska landlæknisembættið hefur rannsakað hvaða sjúkdómar auka hættuna á alvarlegum veikindum í tengslum við COVID-19. „Alvarleg offita með BMI upp á 35 eða meira eykur hættuna. Það á til dæmis við um fullorðinn einstakling sem er 175 sm og vegur 110 kg eða meira,“ er haft eftir Preben Aavitsland, yfirlækni hjá landlæknisembættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt