fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Þreyta í ríkisstjórnarsamstarfinu og spenna á Alþingi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennustigið á milli ríkisstjórnarflokkanna er nú mjög hátt og töluverðrar taugaveiklunar gætir á Alþingi. Spennan er að sögn annars vegar tilkomin vegna jólastress í þinginu og hins vegar vegna mikillar þreytu sem er komin í stjórnarsamstarfið. Þreytunnar gætir þó meira í þingliðinu en meðal ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fleiri efist nú um að framhald verði á stjórnarsamstarfinu að kosningum loknum og hefur sú skoðun að sögn verið viðruð að slíta eigi samstarfinu fyrir lok kjörtímabilsins.

Mikil togstreita er sögð vera á milli ráðuneyta vegna fjárlagavinnu, einkum á milli heilbrigðisráðherra sem vill auka framlög til heilbrigðiskerfisins um tugi milljarða og fjármálaráðherra sem hafnar því.

Auk togstreitu um fjárlögin hafa ráðherra áhyggjur af málastöðunni og óttast að koma sínum málum ekki í gegnum ríkisstjórnina og þingflokkana í vetur. Þetta veldur spennu á milli ráðherra og þingmanna stjórnarmeirihlutans.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris