fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Biden er talinn ætla að endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 15:15

Samningahópurinn sem gerði upphaflega samninginn um kjarnorkumál Íran. Mynd; Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vænta má stefnubreytingar af hálfu Bandaríkjanna í garð Írans og Miðausturlanda í heild þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar næstkomandi. Reiknað er með að Biden muni endurvekja kjarnorkusamninginn við Íran en Donald Trump sagði Bandaríkin frá samningnum.

Ísrelsmenn eru á móti því að samningurinn verði endurvakinn og Trump og stjórn hans reyna nú að þoka málum í aðra átt áður en Biden tekur við völdum. En nú þegar má merkja að nýir vindar blása í Miðausturlöndum þótt Biden sé ekki enn tekinn við völdum.

Íranska utanríkisráðuneytið segir að Íranir hafi ekki í hyggju að afsaka eða gleyma „afbrotum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni.“ En ráðuneytið segir einnig að þetta komi ekki í veg fyrir ákveðin samskipti á milli landanna. Þetta er túlkað sem vilji til að halda öllum möguleikum opnum.

En sérfræðingar segja að það sé ekki sjálfgefið að hægt sé að endurvekja kjarnorkusamninginn. Í stuttu máli snýst hann um að Íran sleppur við efnahagslegar refsiaðgerðir gegn því að takmarka auðgun úrans og að eftirlitsmenn  fái aðgang að kjarnorkustöðvum í landinu.

Trump dró Bandaríkin út úr samningnum 2018 og á síðasta ári drógu Íranir sig út úr honum.

Biden, sem var varaforseti þegar samningurinn var gerður 2015, hefur í hyggju að taka upp viðræður við Íran. Hann hefur einnig lýst sig reiðubúinn til að endurvekja samninginn ef Íranir virða ákvæði hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin