fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Donald Trump náðar Michael Flynn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 04:50

Michael Flynn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter í gærkvöldi að hann hafi náðað Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn játaði árið 2017 að hafa logið að alríkislögreglunni FBI í tengslum við rannsókn hennar á íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosninganna 2016. Nánar tiltekið játaði hann að hafa logið um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum nokkrum vikum áður en Trump tók við embætti forseta.

„Það er mér mikill heiður að tilkynna að Michael T. Flynn, hershöfðingi, hefur verið náðaður. Til hamingju Michael Flynn og hans frábæra fjölskylda, ég veit að þið munið eiga frábæra þakkargjörðarhátíð,“ skrifaði Trump á Twitter.

Flynn er annar af nánum samstarfsmönnum Trump, sem hann hefur náðað, sem voru sakfelldir fyrir brot í tengslum við rannsókn á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar 2016.  Í febrúar náðaði hann Roger Stone sem var ráðgjafi Trump og hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Upp komst um Stone og Flynn í rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, þegar hann rannsakaði hvort kosningaframboð Trump hefði átt í samstarfi við Rússa.

Axios hafði í gær eftir ónafngreindum heimildarmanni að náðun Flynn sé bara sú fyrsta af mörgum sem Trump ætlar að veita áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift