fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 10:10

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að 853 hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðasta sólarhring. Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins á einum degi síðan 28. mars. Þetta var einnig umtalsverð fjölgun síðan daginn áður en þá létust 630. Í gær lágu 34.577 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins.

Ítalía var eitt þeirra vestrænu landa sem varð verst úti í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vetur og vor. Frá upphafi hafa 1,45 milljónir Ítala greinst með veiruna og 51.306 hafa látist af völdum COVID-19. Þetta er næst mesti fjöldi látinna í Evrópu, aðeins í Bretlandi hafa fleiri látist af völdum veirunnar.

Af þeim 34.577 sem liggja á sjúkrahúsum eru 3.816 á gjörgæsludeildum.

Þegar önnur bylgja faraldursins fór að sækja í sig veðrið í byrjun nóvember voru um 1.000 manns lagðir inn á sjúkrahús á hverjum sólarhring og á gjörgæsludeildum fjölgaði sjúklingum um 100 á sólarhring. Í Langbarðalandi í norðurhluta landsins er ástandið verst þessa dagana. Í gær greindust 4.886 smit þar. Næst verst er ástandið í Lazio í miðhluta landsins en Róm er meðal annars í héraðinu. Þar greindust 2.509 smit í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin