fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Hyggjast byrja að bólusetja börn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 10:14

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld vonast til að geta hafi bólusetningar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, um miðjan desember. Síðan er stefnan að prófa bóluefnið á unglingum og börnum allt niður í 12 mánaða aldur.

Þetta sagði Moncef Slaoui, yfirmaður bólusetningamálefna, í viðtali við CNN í gær. Enn er beðið eftir samþykki bandaríska lyfjaeftirlitsins, FDA, á notkun þeirra bóluefna sem eru tilbúin til notkunar en þau eru frá Pfizer og Moderna. Pfizer sótti um neyðarleyfi til notkunar bóluefnisins hjá FDA á föstudaginn og er vonast til að umsóknin fái skjóta afgreiðslu.

Bóluefni Pfizer hefur ekki verið prófað á börnum yngri en 12 ára en Slaoui sagði að ætlunin sé að gera klínískar tilraunir með það á unglingum og börnum á næstu mánuðum. „Ég veit ekki hvort FDA muni samþykkja bóluefnið til notkunar fyrir þennan aldurshóp. Kannski verður aldurstakmarkið 18 ára,“ sagði hann.

Hann sagði að í klínísku tilraununum sé ætlunin að byrja á ungum unglingum og síðan verði yngri börn tekin inn í tilraunirnar og að lokum yngstu börnin. Hann sagðist eiga von á að, ef FDA samþykkir notkun bóluefnisins, að hægt verði að byrja að bólusetja börn allt niður í 12 mánaða aldur í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 

Macron biður franska auðmenn að standa í lappirnar gegn Trump – „Við erum engir kjánar og við munum verja okkur“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 3 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum