fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Faðir Ævars Annels tjáir sig – Margir hafa óttast um afdrif hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 14:57

Ævar Annel Valgarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgarð Heiðar Kjartansson, faðir Ævars Annels Valgarðssonar sem lögreglan lýsti eftir fyrir helgi, tjáði sig stuttlega um mál sonar síns við DV í dag.

„Í veit allavega að það er í lagi með með hann,“ segir Valgarð en ekki kom fram í samtalinu hvort Valgarð vissi um verustað sonar síns.

Margir óttuðust um afdrif Ævars, sem er tvítugur að aldri, í kjölfar þess að lögregla lýsti eftir honum. Hann tengist máli MMA bardagakappa sem birt hefur ofbeldismyndbönd af sér undanfarnar vikur. Í fyrsta myndbandinu, sem vefur Mannlífs birti, var Ævar þolandi bardagakappans, samkvæmt því sem Valgarð segir. Valgarð segir hins vegar að Ævar sé ekki í öðrum myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og tengjast bardagakappanum.

Á þriðjudagskvöld varð eldsvoði í íbúð í fjölbýlishúsi við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal. Þar mun umræddur bardagakappi hafa búið en íbúðin var mannlaus þetta kvöld. Sólarhring síðar fór í umferð myndband sem sýnir mann kasta bensínsprengju inn um glugga íbúðarinnar. Nokkru síðar birtu fjölmiðlar myndband af viðlíka árás á hús á Freyjugötu, sem á að hafa verið gerð í hefndarskyni.

Bardagakappinn birti ennfremur myndband af sér þar sem hann hótar manni lífláti og mundar haglabyssu. Ennfremur birti hann annað myndband af sér þar sem hann misþyrmir manni.

Valgarð segir að sonur sinn, Ævar, hafi ekki komið nálægt íkveikju að Friggjarbrunni, hann sé ekki maðurinn sem kasti bensínsprengju inn um glugga í myndbandinu. „Hann kom ekkert nálægt þessu. Hann er með fjarvistarsönnun.“ Bardagakappinn virðist hins vegar telja að Ævar eigi hlut að máli.

Margnefndur bardagakappi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans