Bandaríkjamenn hafa talað og verður Joe Biden næsti forseti Bandaríkjanna. Eiginkona hans, dr. Jill Biden, verður því næsta forsetafrú og lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna.
Hjónin hafa gengið í gegnum svo margt saman – bæði hápunkta og lágpunkta – og hafa komist í gegnum það sem sannkallað ofurpar. Það er skiljanlegt þegar stjörnumerki þeirra eru skoðuð. Joe er Sporðdreki og Jill er Tvíburi og er þessi pörun mjög óhefðbundin en þegar sambandið gengur upp, þá virkilega gengur það upp.
Það er stundum sagt að pörun þessara tveggja merkja geti verið himnasending eða frá helvíti. Það er því mikilvægt að báðir aðilar séu tilbúnir til að leggja vinnu í sambandið. Sporðdrekinn er dularfullur og Tvíburinn elskar að spila leiki. Þau eiga því vel saman og geta bætt upp fyrir galla hvort annars ef þau verða ástfangin.
Sporðdreki
20. nóvember 1942
Tvíburi
3. júní 1951