fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Salómonseyjar undirbúa að banna Facebook – Segja þetta gert að kröfu Kínverja

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 11:06

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðherra fjarskiptamála á Salómonseyjum segir að fyrirhugað bann við notkun Facebook á eyjunum sé til að taka á „slæmu orðfæri“ og „ærumeiðingum“ en gagnrýnendur segja að bannið tengist áhrifum Kínverja á eyjunum og eigi að koma í veg fyrir gagnrýni á stjórnvöld.

Ef bannið verður að veruleika verða Salómoneyjar í flokki með Kína, Íran og Norður-Kóreu en í þessum ríkjum er Facebook ekki leyft að starfa. Einnig eru dæmi um að ríki hafi bannað starfsemi Facebook um tíma en síðan leyft hana aftur.

Manasseh Sogavare, forsætisráðherra, og Peter Agovaka, ráðherra fjarskiptamála, lögðu frumvarp um bann við starfsemi Facebook á eyjunum fyrir ríkisstjórnina á mánudaginn. Ekki er vitað hvenær það á að taka gildi ef það nær fram að ganga eða hvernig yfirvöld hyggjast framfylgja því. Facebook er mjög vinsæll samfélagsmiðill á eyjunum og margir nota miðilinn til að eiga í samskiptum við aðra íbúa eyjanna.

Stjórnvöld hafa sjálf verið iðin við að nota Facebook til að koma upplýsingum á framfæri, sérstaklega í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Ávörp forsætisráðherrans til þjóðarinnar eru einnig send út á Facebook.

Rök stjórnvalda fyrir banninu er að Facebook leiði af sér versnandi mannlega hegðun, miðillinn sé notaður til að níða stjórnmálamenn eða til að fá aðgang að skaðlegu eða hættulegu efni. The Guardian skýrir frá þessu.

Gagnrýnendur segja að frumvarpið sé tilkomið vegna aukinna áhrifa Kínverja á eyjunum. Í september á síðasta ári afturkölluðu stjórnvöld á eyjunum viðurkenningu sína á Taívan og tóku upp stjórnmálasamband við Kína. Töluverður fjöldi Kínverja býr á eyjunum og áhrif Kínverja hafa farið vaxandi á eyjunum að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga