fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Obama tjáir sig um forsetakosningarnar og 72 milljónir atkvæða Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 06:55

Mynd Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, var í viðtali hjá Gayle King á CBS News sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn þar sem hann ræddi meðal annars úrslit nýafstaðinna forsetakosninga. Hann sagði að niðurstaða kosninganna, þar sem bæði Joe Biden og Donald Trump, fengu meira en 70 milljónir atkvæða sýni að þjóðin sé enn mjög klofin.

„Þetta segir að við erum enn mjög klofin. Áhrif þessarar öðruvísi heimssýnar sem er fjallað um í fjölmiðlum sem þessir kjósendur nota vegur þungt,“ “ sagði Obama og átti þar við þá staðreynd að Donald Trump og stuðningsmenn hans hafa síðustu árin sífellt komið fram með rangfærslur og beinar lygar um eitt og annað en hafa ekki viljað játa að um rangfærslur og lygar sé að ræða heldur „aðra útgáfu“ af sannleikanum.

King spurði Obama hvort þetta væri áhyggjuefni. „Já. Það er mjög erfitt fyrir lýðræðið okkar að virka ef við vinnum út frá algjörlega mismunandi staðreyndum,“ sagði Obama sem hefur verið iðinn við að koma fram í viðtölum að undanförnu í tengslum við útgáfu fyrra bindis bókar hans „ A Promised Land“ sem kom út í vikunni. Um er að ræða ævisögu Obama þar sem hann skýrir frá æsku og uppvexti sínum og stjórnmálaferli. Hann fjallar einnig um rasíska stefnu Donald Trump og leiðir líkur að því að kjör hans sjálfs sem forseta 2008 hafi opnað fyrir biturleika í Repúblikanaflokknum sem hafi ýtt undir tilhneigingu flokksins til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið, að lagafrumvörp nái fram að ganga og að þetta hafi að lokum breytt flokknum.

Obama varði þátttöku sína í kosningabaráttu Joe Biden og sagði að aðstæður hafi gert að verkum að það hafi verið réttmætt hjá honum að gagnrýna Donald Trump en hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að fyrrum forsetar gagnrýni ekki eftirmenn sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn