fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 05:21

Biden er kominn í kosningaham gegn Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurtalningu atkvæða, sem voru greidd í forsetakosningunum, er lokið í Georgíu. Þar var ákveðið að telja öll atkvæðin aftur og nú í höndum vegna þess hversu litlu munaði á þeim Donald Trump og Joe Biden sem tókust á um forsetaembættið. Niðurstöður fyrri talningar standa óbreytt, Joe Biden sigraði í ríkinu.

Gabriel Sterling, yfirmaður kjörstjórnar ríkisins, tilkynnti þetta seint í gærkvöldi. Um 5 milljónir atkvæða voru talin á nýjan leik. Áður en endurtalningin hófst munaði tæplega 14.000 atkvæðum á Biden og Trump. Þessi munur minnkaði aðeins í endurtalningunni. Skömmu áður en endurtalningin hóft fundust tvö minniskort með nokkur þúsund atkvæðum, sem höfðu verið greidd utan kjörfundar, sem ekki höfðu verið talin. Um var að ræða 2.600 atkvæði úr Floyd County og 2.755 atkvæði úr Fayette County. Þegar búið var að telja þessi atkvæði og lagfæra aðra smá hnökra sem komu í ljós við endurtalninguna var ljóst að Biden sigraði í ríkinu með 12.284 atkvæða mun.

Kjörstjórn ríkisins, sem bæði Repúblikanar og Demókratar eiga sæti í, segir að ekkert hafi komið fram sem bendir til kosningasvindls eða að kosningarnar hafi ekki farið fram samkvæmt reglum.

Í skýrslu sem Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og Repúblikani, hefur lagt fram segir að „endurtalningin staðfesti upphafleg úrslit um að Joe Biden hafi sigrað forsetakosningarnar í Georgíu“. Biden fær því alla 16 kjörmenn ríkisins.

Donald Trump hefur margoft veist harkalega að Raffensperger fyrir að neita að taka undir samsæriskenningar hans um kosningasvindl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann