fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Icelandair tekur Max-vélarnar væntanlega í notkun næsta vor

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 07:55

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk flugmálayfirvöld hafa gefið út flughæfnisvottorð fyrir Boeing 737-MAX-vélarnar sem hafa verið kyrrsettar um allan heim frá því í mars á síðasta ári. Ástæður kyrrsetningarinnar eru tvö mannskæð flugslys í Jövuhafi og Eþíópíu sem kostuðu 346 lífið.

Icelandair reiknar með að MAX-vélarnar verði teknar í notkun næsta vor. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group.

Fram kemur að reiknað sé með að Evrópska flugmálaeftirlitið muni taka sér tvo mánuði til að fara yfir niðurstöður bandaríska flugmálaeftirlitsins. Því sé líklegt að flughæfi vélanna verði staðfest af Evrópska flugmálaeftirlitinu í janúar.

Haft er eftir Boga að Icelandair geri ekki ráð fyrir að taka vélarnar inn í áætlun sína fyrr en nokkru eftir það. Miðað við núverandi umsvif sé félagið með nægilega margar vélar til að annast þau.

Bogi sagði einnig að fram undan væri vinna við að byggja upp traust á vélunum. Hann sagði það ótvíræðan kost að reynsla verði komin á vélarnar í Ameríku og Evrópu þegar Icelandair hyggst taka þær í notkun. „Það mun staðfesta fyrir fólki það sem við höfum sagt að þessar vélar eru mjög traustar,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði