fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Allslaus maður djúpt snortinn af hjálpsemi náungans – „Þetta er neyðarkall“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 19:58

Ljósmyndari: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldra maður í Reykjavík sendi frá sér neyðarkall í hópi á Facebook í dag. Sagðist hann vera kominn á endastöð og spurði hvort einhver gæti bjargað sér um mat. „Er einhver aflögufær til að gefa mér mat sem ég get eldað og borðað? Hvað sem er. Er það þegið með virðingu. Þetta er neyðarkall. Brauð, álegg, kjöt, fiskur, hvað sem er ef einhver er aflögufær.“

Viðbrögð fólks í hópnum voru frábær. Sumir báðu um reikningsnúmer hjá manninum og lögðu margir þeirra inn hjá honum fimm þúsund krónur. Aðrir buðust til að kaupa fyrir hann í matvörubúð. Mjög margir sendu honum einkaskilaboð með fyrirheitum um hjálp. Tæplega 100 ummæli eru undir færslu mannsins og eru þau öll jákvæð og uppörvandi.

Í samtali við DV viðurkenndi maðurinn að hafa átt erfitt undanfarið en hann hefði líka upplifað góða hluti. „Ég var kominn á endastöð og þess vegna ákvað ég að varpa þessu út í loftið,“ sagði hann um færslu sína. Segist maðurinn vera djúpt snortinn af hjálpsemi samborgara sinna.

„Það sem ég upplifði í dag af hlýhug og matargjöfum, það veldur því að ég mun leiða hjálpina til annarra,“ segir maðurinn og vill meina að hjálpsemi geti af sér meiri hjálpsemi.

„Manni hlýnar um hjartaræturnar við að sjá þessi frábæru viðbrögð!!“ skrifar einn borgari undir færslu mannsins. Munu flestir geta tekið undir það. „Yndislegt hvað náungakærleikurinn getur verið sterkur,“ skrifaði kona ein og þau orð eiga ekki síður við um það sem þarna átti sér stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi
Fréttir
Í gær

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife
Fréttir
Í gær

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi
Fréttir
Í gær

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind