fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tugmilljarða uppbygging í Hamraborg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær undirbýr nú mikla uppbyggingu í Hamraborg og eru allt að eitt þúsund íbúðir á teikniborðinu. Þessi fyrirhugaða endurgerð Hamraborgar mun kosta tugi milljarða og skapa mikinn fjölda starfa.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, að raunhæft sé að á svonefndum Fannborgarreit hefjist uppbyggingin á næsta ári. Fannborgarreiturinn er eitt fimm byggingarsvæða sem fyrirhugað er að byggja á við Hamraborg.

Meðal þeirra bygginga sem eiga að víkja eru þrjár skrifstofubyggingar í Fannborg 2, 4 og 6. Þar eiga að rísa nýbyggingar, allt að 12 hæðir. Þetta mun gjörbreyta ásýnd Hamraborgar.

Á Traðarreit vestri, sem er við hlið Fannborgarreitsins, munu 13 byggingar rísa. Á þessum tveimur reitum verða um 550 íbúðir. Í heildina gætu rúmlega 1.000 íbúðir risið í Hamraborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti