fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Bólusetning gegn kórónuveirunni gæti hafist í janúar eða febrúar hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef allt fer eins og nú er útlit fyrir má reikna með að fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, berist hingað til lands á næstu mánuðum. Því er líklegt að hægt verði að hefja bólusetningar í janúar eða febrúar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni, að dreifing bóluefnanna muni taka skamman tíma þegar öll tilskilin leyfi hafa fengist. „Ef allt gengur eftir gæti þetta orðið í janúar eða febrúar á næsta ári,“ er haft eftir Haraldi sem sagðist reikna með að framlínufólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma njóti forgangs.

Starfshópur vinnur nú að áætlun um fyrirkomulag dreifingar bóluefnisins að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Í hópnum eru meðal annars fulltrúar sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðuneytisins. Undirbúningurinn miðar að því að um leið og bóluefni fara í fjöldaframleiðslu gangi hlutirnir hratt fyrir sig.

Nú þegar eru bóluefni frá Pfizer og Moderna komin nokkuð langt í þróun og hafa prófanir lofað góðu.

Hér á landi mun Distica sjá um dreifingu og geymslu bóluefnanna. Morgunblaðið hefur eftir Júlíu Rósu Atladóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að dreifing innanlands muni taka skamman tíma. Hún sagðist einnig eiga von á að bóluefnin muni koma í mörgum litlum skömmtum.

Samið hefur verið um aðgengi Íslands að kaupum á bóluefni í gegnum samninga ESB við lyfjafyrirtækin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars