fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Tveir skotnir til bana í Danmörku og einn í lífshættu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 05:08

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru þrír ungir menn skotnir við verslun Meny á Nørre Alle í Kalundborg í Danmörku. Einn þeirra lést á vettvangi af völdum áverka sinna en hinir tveir liggja nú á sjúkrahúsi og er ástand þeirra mjög alvarlegt að sögn lögreglunnar.

Lögreglunni barst tilkynning um að skotum hefði verið hleypt af við verslun Meny klukkan 18.12 í gær. Ekstra Bladet segir að skömmu síðar hafi verið tilkynnt um logandi bíl á Eskebjergvej. Lögreglan telur ekki útilokað að sá bíll tengist skotárásinni en það er algengt eftir árásir sem þessar að árásarmennirnir kveiki í bílum þeim sem þeir nota við árásirnar til að eyða sönnunargögnum.

Lögreglan hefur nú biðlað til almennings um upplýsingar varðandi málið og eru allir þeir sem tóku eftir einhverju athyglisverðu á morðvettvanginum eða á Eskebjergvej síðdegis í gær hvattir til að gefa sig fram.

Lögreglan veit ekki enn deili á fórnarlömbunum. Vettvangsrannsókn hefur staðið yfir í alla nótt.

Uppfært klukkan 07.05

Lögreglan staðfesti fyrir nokkrum mínútum að tveir væru látnir eftir skotárásina og að sá þriðji sé í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn