Eldur logar nú í fjölbýlishúsi við Urðabrunn í Úflársdal í Reykjavík. Slökkvilið er með mikinn viðbúnað á staðnum.
Eldurinn er sagður loga í einni íbúð. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins var einhverju kastað inn um glugga að íbúðinni.
Uppfært kl. 20:
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Enginn var í íbúðinni þegar kviknaði í.