Víðtækar götulokanir eiga sé nú stað vegna alvarlegs umferðarslyss í Ártúnsbrekku.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er Ártúnsbrekka lokuð til vesturs frá Höfðabakka. Aðrar lokanir vegna slyssins eru eftirfarandi:
„Einnig er lokað fyrir umferð frá Vesturlandsvegi um Höfðabakka inn í Grafarvog. Vegna mikillar umferðar á Höfðabakkabrú. Þeir sem ætla að fara í Grafarvog þurfa að halda áfram að Grafarholti.“
Uppfært kl. 15:
Búið er að opna fyrir umferð um Ártúnsbrekku í vestur og umferð inn í Grafarvog frá Höfðabakka.
Samkvæmt vef Fréttablaðsins voru tveir ökurmenn fluttir á sjúkrahús eftir árekstur í Ártúnsbrekku. Þurfti að beita klippum til að ná öðrum manninum úr bílnum.