fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Reynir segir ótrúlega þöggun í gangi – „Skömm hennar er mikil“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, segir ótrúlega þöggun ríkja varðandi hópsýkingu COVID-19 sem upp kom á Landakoti. Gerir hann þetta að umtalsefni í ritstjórnarpistli sem hann birti í dag.

Það er ótrúleg þöggun í gangi varðandi óhugnaðinn á Landakoti. Alls hafa 12 manns látið lífið og tugir manna veikst vegna veirunnar sem þar geysaði um stofur og ganga og barst þaðan á önnur hjúkrunarheimili. Þessi andlát voru ótímabær og þurftu ekki að verða ef fólk hefði lesið ástandið rétt og gætt að sóttvörnun innan spítalans.

Reynir segir það furðulegt að Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdóma, hafi verið falin rannsóknin á atvikinu og að frá upphafi hafi verið lagt upp með að kenna engum um og benda engum fingrum.

Það er eðlilegt sjónarmið að gæta allrar varúðar í rannsókninni en eins óeðlilegt og hugsast getur að fela starfsliði spítalans að rannsaka sjálft sig.

Reynir vísar til Kastljóssins í gær þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, spurði Má út í rannsóknina. En Einar hlaut fyrir vikið þó nokkra gagnrýni.

Hann endurtók spurningar þegar hann fékk ekki svör. Hann stóð sig með sóma í því að varpa ljósi á mál sem ber öll einkenni yfirklórs og þöggunar.

Nefnir Reynir meðal annars að gagnrýni Helgu Völu Helgadóttur á þáttinn hafi verið sérstaklega óþörf.

Þingmaðurinn ætti að láta ógert að vega að fréttamanninum. Það ber vott um lítilmennsku þess sem ætlar að stökkva á vinsældavagn hræsninnar, vekja upp nettröll, og hengja boðbera hinna válegu tíðinda. […] Skömm hennar er mikil og henni augljóslega illa treystandi til að veita aðhald í samfélaginu.

Reynir gagnrýnir einnig þá afstöðu Landspítalans að neita að finna sökudólg fyrir þeim tólf ótímabæru andlátum sem sýkingin olli.

Spítalinn hljóti að bera einhverja ábyrgð þó svo það sé Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sem beri pólitísku ábyrgðina.

Reynir telur það óeðlilegt að spítalinn rannsaki sjálfan sig.

Landspítalinn fór þá leið að láta kokkinn rannsaka skipstjórann. Undirmaður Páls Matthíassonar forstjóra semur skýrslu sem felur i sér hvítþvott fyrir alla, frá ráðherra og niður úr. Samt er skýrslan kolsvört og undirstrikar fjölmörg atriði sem urðu saklausu fólki að bana.

Það sé grundvallaratriði að hlutlaus rannsókn eigi sér stað og þá með það fyrir augunum að einhver gæti verið fundinn ábyrgur.

Landakotsmálið er þannig vaxið að það má ekki þegja það í hel. Þarna fóru of mörg mannslíf og of margir veiktust. Virðingarleysi við minningu hinna látnu og aðstandendur þeirra er ekki fólki sæmandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum