,,Ég er búinn að fara tvisvar að skjóta og búinn að fá í jólamatinn, þetta er bara flott,, sagði Jógvan Hansen er við heyrðum í honum á veiðislóðum fyrir nokkrum dögum.
,,Það er kannski ekki lítið af fugli heldur bara margir að skjóta eins og hérna sunnan heiða. Svo það að eru færri fuglar á mann,“ sagði Jógvan ennfremur.
Veiðin gengur rólega hjá mörgum, einn og einn fugl. Þeir sem eru með hunda með sér fá aðeins meira en ekki mikið samt. Menn eru sammála um að minna sé bara af fugli . Veiðimenn sem voru á Öxnadalheiði, allavega þrír hópar, fengu mjög lítið og annar sem var inn í Eyjafirði með hund fékk einn fugl.
Mynd.Jógvan Hansen með tvær rjúpur um daginn en hann hefur fengið í jólamatinn.