fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Kórónuveiran virðist hafa áhrif á heyrn sjúklinga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 07:50

Maðurinn taldi heyrnartækið vera njósnabúnað. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mælt er með því að þeir sem smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, fari í heyrnarmælingu þegar bata er náð því svo virðist sem veiran hafi áhrif á heyrn fólks. Þetta segir Ellisif Katrín Björnsdóttir, löggiltur heyrnarfræðingur hjá Heyrn.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir henni að mjög mikilvægt sé að fólk sé heyrnarmælt. „Þá ættu þeir sem eru með heyrnartæki og hafa veikst að láta greina sig og endurstilla tækin,“ er einnig haft eftir henni. Hún sagði einnig að veiran geti haft áhrif á alla skynjun, ekki einungis bragð- og lyktarskyn. „Miðað við það sem hefur komið fram til þessa virðist veiran einnig hafa áhrif á heyrnina,“ sagði hún.

Hún benti einnig á að aukin grímunotkun geri samskipti fólks með heyrnarskerðingu erfiðari og hafi þeim sem leita sér aðstoðar hjá heyrnarfræðingum fjölgað á síðustu vikum. „Faraldurinn hefur breytt lífi fólks með heyrnarskerðingu og nú leitar til okkar mun stærri hópur fólks sem vinnu sinnar vegna þarf að eiga í samskiptum við aðra. Er það sökum þess að áður gátu þau látið samskiptin ganga upp með því að lesa af vörum, en nú verða þau að fá sér heyrnartæki til að geta sinnt sinni vinnu,“ sagði Ellisif.

Hún sagði einnig að fjarlægðarmörk geti samskipti fólks einnig erfiðari. Jafnvel þótt engin gríma sé notuð þurfi fólk að tala hærra þegar tveggja metra fjarlægðarmörk eru við lýði. Það auki samtímis líkurnar á dropasmiti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Í gær

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný