fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Siglingin átti að marka endurkomu skemmtiferðaskipanna – En þá gerðist það sem ekki mátti gerast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 05:15

Seadream 1 í Noregi sumarið 2020. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðinni Sea Dream Yacht Club, sem gerir út skemmtiferðaskip, tókst að komast í gegnum sumarið í Noregi án þess að eitt einasta kórónuveirusmit kæmi upp í ferðum þess. Félagið vonaðist að sjálfsögðu til að það sama yrði uppi á teningnum þegar hausttímabilið hófst í Barbados. En þá gerðist það sem ekki mátti gerast.

Þegar skemmtiferðaskipið Seadream 1 sigldi úr höfn á Barbados þann 7. nóvember átti ferðin að marka upphafið að endurreisn skemmtiferðaskipaiðnaðarins sem hefur farið illa út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Ferðin átti að senda skýr skilaboð um að farþegar gætu nú verið ferðast með skipunum án þess að þurfa að óttast að smitast af veirunni skæðu. En það fór nú ekki svo vel í ferðinni.

Fimm dögum eftir að skipið lét úr höfn tilkynnti Sea Dream Yacht Club að óþekktur fjöldi farþega hefði greinst með kórónuveiruna. Af þeim sökum var gert hlé á ferðinni og snúið aftur til Barbados. Yfirvöldum var tilkynnt um málið og gripið var til nauðsynlegra sóttvarnaaðgerða til að vernda farþega og áhöfn, sagði í fréttatilkynningu útgerðarinnar. 53 gestir og 66 áhafnarmeðlimir voru um borð. Allir fóru í sýnatöku áður en ferðin hófst en samt sem áður kom smit upp. CNN segir að sjö smit hafi síðar verið staðfest meðal farþega og áhafnar.

Útgerðinni tókst að fara í 21 ferð í sumar við strendur Noregs án þess að eitt einasta smit kæmi upp. Því var fólk bjartsýnt á að það myndi einnig takast í vetraráætlun útgerðarinnar sem hljóðaði upp á 22 ferðir, flestar áttu að hefjast á Barbados.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið