,,Þetta var bara fínt, fengum tólf fugla í Skjaldbreið og sáum um þrjátíu rjúpur en rjúpan var svo sannarlega ljónstygg,“ sagði Ellert Aðalsteinsson sem var á rjúpnaveiðum um um helgina með veiðifélaga sínum Jóhann Halldórssyni.
,,Það var fallegt veður, frost, sól stilla og fallegur dagur. Það voru tugir bíla við Skjaldbreið þegar við vorum þarna en ekki mikil veiði. Jólasteikinni er reddað þessi jól,“ sagði Ellert ennfremur.
Margir fóru til rjúpna um helgina en veiðin var misjöfn. Sumir fengu nokkra fugla, aðrir löbbuðu 20 til 30 kílómetra og eina sem sást var hrafnsfjöður sem fékk að liggja milli steina áfram. Einn til fimm fuglar var bara gott. Tólf fuglar sem félagarnir veiddu í Skjaldbreið verður að teljast mjög gott miðað við ástandið í dag.
Mynd. Ellert Aðalsteinsson og Jóhann Halldórsson með rjúpurnar sem þeir félagar fengu í Skjaldbreið.