fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Þetta eru aukaverkanir bóluefnisins við Covid-19 frá Pfizer – Líkir því við fyrri heimsstyrjöldina

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust urðu margir fullir eftirvæntingar þegar fréttir voru sagðar af góðri virkni bóluefnisins við Covid-19 sem fyrirtækið Pfizer framleiðir. Þó hafa einhverjir haft áhyggjur af því hverjar aukaverkanirnar gætu verið.

Vice greindi frá því í vikunni hvernig nokkrir sjálfboðaliðar sem hafa nú þegar fengið bóluefnið brugðust við því. Um er að ræða sjálfboðaliða sem tóku þátt í þriðja fasa prófunarinnar á bóluefninu.

Í frétt Vice af málinu var sagt að þau sem fengu bóluefnið hafi  liðið eins og þau væru virkilega þunn, eins og þau hefðu drukkið afar mikið áfengi daginn áður. Þá sögðu margir að bóluefnið hefði minnt þá á önnur bóluefni gegn flensunni og sársauki í vöðvum, hausverkur og hiti hafi komið í kjölfar þess að taka bóluefnið.

Prófunin var gerð af fyrirtækinu BioNTech og innihélt um 43 þúsund sjálfboðaliða frá 6 löndum. Tæplega 39 þúsund manns fengu seinni skammtinn af bóluefninu þann 8. nóvember síðastliðinn.

Einn sjálfboðaliðanna, 45 ára upplýsingafulltrúi, sagði í samtali við PA Media að hún hafi fengið hita, hausverk og verki á líkamanum eftir fyrsta skammtinn af bóluefninu. Eftir seinni skammtinn sagði hún að aukaverkanirnar hefðu verið mun verri. Þá sagði annar sjálfboðaliði í prófuninni að aukaverkanir bóluefnisins hefðu verið líkar því að vera þunnur. Sá sagði þó að það gengi fljótt yfir og líkti bóluefninu við lokum fyrri heimstyrjaldarinnar.

„Ein af fyrstu minningum afa míns voru bjöllurnar sem hringdu þegar fyrri heimsstyrjöldinni var lokið. Það var hræðilegt stríð með hræðilegum atburðum og fólk var bara ánægt að því var lokið. Í huga mér leið mér eins… mér leið eins og þetta væri svipað. Guði sé lof, þessu mun ljúka einhvern tímann.“

Pfizer segist geta framleitt allt að 50 milljón skammta af bóluefninu á árinu 2020 en á næsta ári sé hægt að framleiða um rúmlega milljarð af skömmtum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“