fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kínverskir jöklar bráðna ótrúlega hratt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 21:05

Frá Tíbet. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jöklar í Qilian fjallgarðinum í Kína bráðna ótrúlega hratt samhliða hnattrænni hlýnun. Þetta eykur áhyggjur af að vatnsskortur geti orðið að veruleika í framtíðinni. Stærsti jökullinn í þessum 800 km langa fjallgarði hefur hörfað um 450 metra síðan á sjötta áratugnum en þá var byrjað að fylgjast með honum. Hann hefur minnkað um 7% á þessum tíma og hefur bráðnunin færst í aukana á síðustu árum að sögn vísindamanna.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að á þessum tíma hafi jökullinn misst 13 metra af þykkt sinni. Qin Xiang, sem hefur yfirumsjón með eftirlitinu með jöklinum, segir að hraði bráðnunarinnar sé sláandi.

Tíbeska hásléttan er stundum nefnd „þriðji póllinn“ vegna þess hversu mikill ís er þar. En frá sjötta áratugnum hefur meðalhitinn á svæðinu hækkað um 1,5 gráður að sögn Qin og ekki er að sjá að það muni draga úr hlýnuninni. Því er útlitið ekki gott fyrir þá 2.684 jökla sem eru í fjallgarðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn