fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ætla að breyta tunglgrjóti í súrefni og byggingarefni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 17:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirtækið Metalsys sigraði í útboði Evrópsku geimferðastofnunarinnar um að þróa tækni til að breyta tunglryki og tunglgrjóti í súrefni og skilja ál, járn og önnur málmduft eftir til að hægt verði að nota þau í framkvæmdir.

Ef vel tekst til við þróun þessarar aðferðar mun það ryðja veginn fyrir uppsetningu aðstöðu á tunglinu þar sem súrefni verður unnið úr grjóti og ryki sem og vinnslu verðmætra málma. Þetta sparar mikið því það kostar gríðarlegar upphæðir að flytja þetta héðan frá jörðinni til tunglsins.

„Allt sem þú flytur frá jörðinni til tunglsins er viðbótarþyngd sem þú vilt ekki taka með. Ef þú getur búið þessi efni til á staðnum sparar þú mikinn tíma, erfiði og peninga,“ hefur The Guardian eftir Ian Mellor, framkvæmdastjóra Metalysis.

Rannsóknir á tunglgrjóti, sem hefur verið flutt til jarðarinnar, sýna að það inniheldur um 45% súrefni miðað við þyngd þess. Restin er aðallega járn, ál og silíkon. Vísindamenn hjá Metalysis og Glasgowháskóla segjast geta unnið 96% af súrefninu úr jarðvegi sem líkist jarðveginum á tunglinu.

NASA og aðrar geimferðastofnanir eru að undirbúa ferðir til tunglsins á næstu árum og er markmiðið að koma upp varanlegri bækistöð á tunglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga