fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Austurríkismenn vilja halda hryðjuverkamönnum í fangelsi ævilangt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 17:15

Frá vettvangi hryðjuverks í Vín. Mynd:EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska ríkisstjórnin vill gera lagabreytingu þannig að dómstólar hafi möguleika á að halda hryðjuverkamönnum í fangelsi eins lengi og þeir eru taldir hættulegir. Þetta gerist í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Vín þar sem tvítugur öfgasinnaður múslimi myrti fjóra áður en lögreglan skaut hann til bana.

Maðurinn hafði áður verið dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir tilraunir til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

„Ef það er hægt að loka geðsjúkt fólk ævilangt inni i fangelsi af því að ógn stafar af því, þá ætti einnig að vera hægt að loka hryðjuverkamenn, sem ógn stafar af, inni ævilangt,“ segir Sebastian Kurz, kanslari.

Lögreglan segir að líklega hafi hryðjuverkamaðurinn verið einn að verki en enn hefur ekki tekist að kortleggja ferðir hans fyrir árásina til fulls. Ekki er enn vitað hvernig hann komst inn í miðborgina með vopn sín en enn er unnið að rannsókn á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið