fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

„Hryllingshússparið“ sakfellt fyrir morð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 22:30

Nathan Maynard Ellis og David Leesley. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllingsmyndaaðdáandinn Nathan Maynard Ellis og unnusti hans, David Leesley, voru nýlega fundnir sekir um að hafa myrt Julia Rawson í Tipton á Englandi. Þeir lokkuðu hana inn í „hryllingshúsið“ sitt eftir að hafa hitt hana þegar þeir voru úti að skemmta sér.

Maynard-Ellis er sagður hafa verið haldinn nánast morðþráhyggju og aðdáun á raðmorðingjum. Fyrir dómi kom fram að hann og Leesley hafi hlutað lík Rawson niður og hent líkamshlutunum á tveimur stöðum.

Fyrir dómi kom fram að á heimili þeirra hafi fundist vinnubekkur og verkfæri, snákar og óhugnanlegar hryllingsgrímur. Fram kom að þeir hefðu hitt Rawson, sem var 42 ára, fyrir tilviljun á bar í Dudley og hafi boðið henni með heim. Saksóknari sagði að morðið hefði verið sérstaklega hrottalegt og að árum saman hafi Maynard-Ellis látið nægja að láta sig dreyma um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og síðan myrða þær á hrottalegan hátt. Hann hafi haft sérstakan áhuga á öllu því er tengdist raðmorðingjum og sundurhlutun mannslíkama. Leesley hafi vitað af þessum áhuga hans og hugsunum og heimili þeirra hafi borið þess merki.

Kviðdómur fann þá báða seka um morðið og Maynard-Ellis var einnig fundinn sekur um að hafa nauðgað Rawson. Refsing þeirra verður ákveðin síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana